Skólaakstur

Málsnúmer 201308112

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Fyrir liggja tvö erindi varðandi skólaakstur. Annað frá Kolbrúnu Evu Ríkarðsdóttur, en hitt frá Elísabetu S Kristjánsdóttur og Vilhjálmi Vernharðssyni.

Í reglum um innritun í grunnskóla á Fljótsdalshéraði og skilgreiningu á skólahverfum er gert ráð fyrir sveigjanlegu skólavali innan sveitarfélagsins en búseta ráði skipulagi skólahverfa og nemendur eigi skilyrðislausan forgang í hverfisskólann sinn. Umsóknir um skólavist utan lögheimilissveitarfélags eru hins vegar afgreiddar á grundvelli einstaklingsbundinna forsenda. Í fyrrnefndum reglum kemur einnig fram að þrátt fyrir sveigjanlegt skólaval innan sveitarfélagsins tryggir sveitarfélagið ekki skólaakstur fyrir nemendur sem eiga ekki lögheimili í því skólahverfi sem þeir sækja skóla í. Skólaakstur er skilgreindur sem skipulagður akstur grunnskólabarna úr dreifbýli í hverfisskóla sinn. Akstur frá þéttbýli í dreifbýlisskólana er samstarfsverkefni almenningssamgangna og skólaaksturs, þar sem boðið er upp á almenningssamgöngur frá tilteknum stað í þéttbýlinu að upphafsstað skólaaksturleiðar í viðkomandi skóla. Annar akstur en sá sem skipulagður er með fyrrnefndum samræmdum hætti er á ábyrgð og kostnað forráðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð hafnar báðum erindunum á framangreindum forsendum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.