Fundargerð 3.fundar samgöngunefndar SSA 2012-2013

Málsnúmer 201308084

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir þær megináherslur sem fram koma í tillögum meirihluta samgöngunefndar SSA til aðalfundar um forgangsröðun framkvæmda við jarðgöng og aðrar nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi. Þar eru fremst í flokki Fjarðarheiðargöng og heilsársvegur um Öxi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs tekur bæjarstjórn undir þær megináherslur sem fram koma í tillögum meirihluta samgöngunefndar SSA til aðalfundar um forgangsröðun framkvæmda við jarðgöng og aðrar nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi. Þar eru fremst í flokki Fjarðarheiðargöng og heilsársvegur um Öxi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.