Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201308078

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Tekið fyrir bréf innanríkisráðuneytisins, þar sem fram kemur að Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs hefur verið staðfest af ráðuneytinu og send til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.
Einnig kemur fram að ráðuneytið staðfestir ekki fylgiskjal 1 með samþykktinni, en þar er gerð ítarlegri grein fyrir skipan allra nefnda en gert er í sjálfri samþykktinni. Starfsmenn ráðuneytisins benda á að rétt sé að dagsetning á samþykkt bæjarstjórnar á fylgiskjalinu komi fram í því og einnig að ákveðið ósamræmi sé þar í texta á einum stað, miðað við texta í samþykktinni.

Bæjarráð samþykkir að gera leiðréttingu á fylgiskjalinu svo það samræmist samþyktinni og bæta inn dagsetningu á samþykkt fylgiskjalsins í bæjarráði. Það verði síðan hengt við samþykktina.