Þjónustusamningur við Sundabúð

Málsnúmer 201304091

Félagsmálanefnd - 115. fundur - 22.04.2013

Samningur dagsettur 10. apríl 2013 með vísan til 25. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59 / 1992 með síðari breytingum og VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40 /1991 með síðari breytingum á milli Vopnafjarðarhrepps f.h. Sundabúðar og Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, kynntur nefndinni. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013.