Drög að fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304080

Félagsmálanefnd - 115. fundur - 22.04.2013

Lögð fram tillaga að drögum að fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014. Forgangsverkefni vegna nýframkvæmda og stærri viðhaldsverkefna sem nefndin sér ástæðu til að hrinda í framkvæmd á komandi ári eru viðtalsherbergi í mann- og geðræktarmiðstöðinni Ásheimum auk endurbóta og viðhalds á Stólpa. Kostnaðaráætlun vegna þessara verka er í höndum framkvæmdasviðs sveitarfélagsins. Tillögu fjárhagsáætlunar vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Drögum félagsmálanefndar að fjárhagsáætlun 2014 vísað til bæjarráðs.