Fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalda

Málsnúmer 201304010

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Lagður fram tölvupóstur frá 2. apríl 2013, með fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Bæjarráð hafnar erindinu meðal annars með vísan til jafnræðissjónarmiða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tímabundin heimild fjármálastjóra til frestunar innheimtu hluta gatnagerðargjalda, samkv. samþykkt bæjarstjórnar frá 19. janúar 2011 sem gillti til 31.12.2012, verði framlengd og gildi til 31.12.2013.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Lagður fram tölvupóstur frá 2. apríl 2013, með fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs hafnar bæjarstjórn erindinu meðal annars með vísan til jafnræðissjónarmiða.

Bæjarstjórn samþykkir að tillögu bæjarráðs, að tímabundin heimild fjármálastjóra til frestunar innheimtu hluta gatnagerðargjalda, samkv. samþykkt bæjarstjórnar frá 19. janúar 2011 sem gillti til 31. 12. 2012, verði framlengd og gildi til 31. 12. 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.