Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 526

Málsnúmer 2009013F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 16.09.2020

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 2.7 og 2.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.2. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 2.2, og bar fram fyrirspurn og liði 2.3 og 2.7 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.2 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 202001001 Fjármál 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fyrirliggjandi erindisbréf fyrir byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram aðalfundarboð Brunavarna á Austurlandi, sem boðaður er á Egilsstöðum 24. september nk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar verði skipaðir til aðstoðar undirkjörstjórnum á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningarnar þann 19. september nk:

    Jón Hávarður Jónsson, Vignir Elvar Vignisson, Ólöf Ólafsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Ingvar Skúlason, Helga Rut Jónsdóttir, Anna Dís Jónsdóttir, Magnhildur Björnsdóttir, Jóhann Baldur Arngrímsson, Hugborg Hjörleifsdóttir, Erlendur Steinþórsson og Brynjar Árnason.

    Framangreindir aðilar sinni samskonar verkefnum og hafi sömu skyldur og kjörstjórnarfulltrúar, skv. nánari ákvörðun yfirkjörstjórnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest..
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var lögð fram samantekt frá verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála og forstöðumanni félagsmiðstöðva varðandi þátttöku í félagsmiðstöðvastarfi á Fljótsdalshéraði. Í samantektinni kemur fram að þátttaka í starfinu síðastliðinn vetur er umtalsvert meiri en fram kom í niðurstöðum Rannsóknar og greiningar, sem lá fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar fyrir greinargóða samantekt og yfirlit yfir það viðamikla starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum.
    Jafnframt er verkefnisstjóra íþrótta- tómstunda og formvarnarmála og forstöðumanni félagsmiðstöðva falið að koma á framfæri athugasemdum við forstöðumenn Rannsóknar og greiningar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til ráðherra málaflokksins og þingheims að taka þarf tillit til hagsmuna örbrugghúsa sem komið hefur verið á fót, oft í smærri byggðarlögum, og eru mikilvægur hluti af atvinnulífi og ferðaþjónustu á þeim stöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.