Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 91

Málsnúmer 2009011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 16.09.2020

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.3. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 7.3 og 7.4 og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 7.4.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir hvatningu ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs til ungs fólks í sveitarfélögunum fjórum um að mæta á kjörstað og taka afstöðu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
 • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs var rætt fyrirkomulag ungmennaráðs í nýju sveitarfélagi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og leggur áherslu á að haldið verði úti öflugu ungmennaráði í nýju sveitarfélagi.
  Varðandi skipan ungmennaráðs í sameinuðu sveitarfélagi vísar bæjarstjórn ábendingum og áherslum ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs til frekari umfjöllunar í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.