Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138

Málsnúmer 2009005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 16.09.2020

Til máls tóku: Guðfinna Harpa Árnadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 3.6 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.15.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar kom fram að ráðgjafar við hönnun nýs leikskóla í Fellabæ óska eftir því að vinna breytingu á núgildandi deiliskipulagi Fellaskóla, í stað þess að vinna nýtt deiliskipulag fyrir leikskólann samkvæmt samningi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Borist hefur svar frá hönnuðum við athugasemd sem barst við grenndarkynningu. Einnig hefur borist umsögn frá HEF.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið, enda verði haft samráð við veitustofnanir og HAUST um framkvæmdina. Bæjarstjórn samþykkir að senda þeim sem gerðu athugasemdir svar hönnuðar sem svar umhverfis- og framkvæmdanefndar við fram komnum athugasemdum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Borist hefur umsókn um lóð að Faxagerði 3 frá Brúarsmiðum ehf.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um lóðina Bláargerði 34 frá Anítu Eir Jakobsdóttur.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (B.B.)
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæðum og stígagerð að Galtastöðum fram.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur samþykki fasteignaeiganda Þverkletta 1 og 3 að heimila uppsetningu á vararafstöð.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að staðfang fyrir lóðina verði Bjarkarás.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar um skipulagslýsinguna. Ekki hefur borist umsögn frá Skipulagsstofnun.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa umsögninni til skipulagsráðgjafa.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Borist hafa svör frá skipulagsráðgjafa við athugasemdum við auglýsingu skipulagstillögu. Beðið er eftir umsögn Minjastofnunar um tillöguna.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að svör skipulagsráðgjafa verði notuð til þess að svara fram komnum athugasemdum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Borist hefur umsögn frá Vegagerðinni. Ekki eru gerðar athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar við deiliskipulagið, enda hefur það verið unnið í nánu samráði við Vegagerðina.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að senda umsögnina til skipulagsráðgjafa.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur fundargerð 157. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur undir með Heilbrigðisnefnd Austurlands þar sem hún fagnar tilkomu skýrslu um greiningu á opinberu eftirliti á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga nr. 93/1995, um matvæli.
  Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þá afstöðu sína, sem margoft hefur komið fram, að best og hagkvæmast sé að eftirliti sé sinnt úr nærumhverfinu í stað þess að þenja út miðlægar eftirlitsstofnanir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Ný gögn hafa borist vegna umsóknar Vegagerðarinnar um efnistöku við Mjóafjarðarveg. Erindið var áður á dagskrá á 137. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn efnistöku eins og lýst er í umsókninni.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.