Atvinnu- og menningarnefnd - 108

Málsnúmer 2009004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 16.09.2020

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.3 og bar fram fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.3 og svaraði fyrirspurn. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 4.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.3. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.3 og svaraði fyrirspurn og Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.3.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Fyrir liggja gögn er varða umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til framkvæmda á árinu 2021.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að undirbúa umsókn í Framkvæmdasjóðinn, í samræmi við þá forgangsröðun sem fram kemur í fylgiskjali.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2020.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að ganga frá stofnskránni, með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu á fundi nefndarinnar. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn stofnskrárdrögin.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun nefndarinnar til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2021.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.