Atvinnu- og menningarnefnd - 106
Málsnúmer 2006003F
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá fundargerð starfshóps um verkefnið C9 Náttúruvernd og efling byggða, Úthéraðsverkefni, frá 28. maí 2020. Þar kemur m.a. fram að fyrirhugað er að halda opinn stefnumótunar- og samráðsfund í ágúst eða september í Hjaltalundi um verkefnið.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi, dagsett 20. maí 2020, frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Lifandi tónlist á veitingahúsum í sumar; Iðandi líf á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt að hámarki kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369. Starfsmanni falið að kynna nánari útfærslur fyrir umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurför, dagsettur 6. maí 2020, þar sem er óskað eftir að Austurför fái afnot af svæðinu innan við skattstofuna og syðsta hluta gamla tjaldsvæðisins þar fyrir vestan. Þetta er vegna þeirra takamarkana um fjölda gesta og nálægðarmörk sem sett hafa verið vegna Covid 19. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma fyrir bráðabirgða hreinlætisaðstöðu á þessu svæði sem og rafmagni. Einnig liggur fyrir áætlun um mögulegan kostnað vegna verkefnisins. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. maí 2020.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Austurför fái til afnota umrædd svæði í allt að sex vikur í sumar. Einnig að sveitarfélagið greiði fyrir að sett verði upp tímabundin salernisaðstaða á svæðinu með framlagi allt að kr. 250.000 sem tekinn verði af lið 1368.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
.4
202005146
Vefmyndavélar
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.