Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 131

Málsnúmer 2004012F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 314. fundur - 06.05.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 4.2 og 4.8. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.2. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.2 og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 202004116 Hreinsunarátak 2020
    Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrirhugar átak í umhverfismálum í sveitarfélaginu. Fyrir liggja drög að Hreinsunarátaki Fljótsdalshéraðs 2020, en megináhersla þess verði fegrun og bætt ásýnd þéttbýlisins á Egilsstöðum og í Fellabæ.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ráðist í eftirtalda þætti sem koma fram í drögunum.
    Lið 1.a - Götur, gangstígar og gangstéttir á Egilsstöðum og í Fellabæ verði sópaðar tvisvar sinnum frá apríl fram í júní.
    Lið 2.(a-b) - Að íbúar verði hvattir til að nýta úrbótagönguvef Austurbrúar til að koma á framfæri ábendingum um smærri úrbætur, þeim verði safnað saman eftir 20. maí, þær flokkaðar og unnið úr þeim.
    Lið 4.(a-b) - Samfélagsverkefnið „Til prýði fyrir Víði“, en fólk var hvatt til að vera heima við og taka til hendinni í sínu nærumhverfi 2. og 3. maí. Þá skal vefurinn Betra Fljótsdalshérað nýttur til að skipuleggja frekari samfélagsverkefni.
    Lið 6.a - Sveitarfélagið bjóði eigendum bíla og stærri málmhluta sem standa á Egilsstöðum og í Fellabæ, að færa þá til förgunar í maí, eigendum að kostnaðarlausu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

    Kostnaður við framangreind verkefni verður færður á liðinn Opin svæði.

    Málið er að öðru leyti í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Jökuldal slf. vegna framkvæmda við göngustíga og palla í landi Grundar við Stuðlagil. Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á göngustígum og pöllum í landi Grundar við Stuðlagil.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framkvæmdaleyfið í samræmi við framlögð gögn. Gerður er fyrirvari um að framkvæmdaleyfi verði ekki gefið út fyrr en Skipulagsstofnun hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu og athugun Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi liggi fyrir.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrirspurn frá Vegagerðinni um samræmi við tillögu að veglínu milli Gilsár og Arnórsstaða á Jökuldal.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar áformum um vegabætur á veglínu á milli Gilsár og Arnórsstaða, sem var inni á eldri vegaáætlun en komst ekki til framkvæmda í framhaldi af fjármálahruni 2008.

    Bæjarstjórn tekur einnig undir að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.