Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 129
Málsnúmer 2003017F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði að tillögu verkefnastjóra umhverfismála um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir sumarið 2020.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Til kynningar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í verkefnið Öryggi gesta við Hafrahvammagljúfur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar styrkveitingu til þessa brýna verkefnis.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Deiliskipulag Egilsstaðaflugvallar tekið til umræðu. Lögð voru fram svör við athugasemdum vegna deiliskipulags. Tillaga var áður auglýst frá 10. júní til 15. júlí 2018. Tillaga var auglýst að nýju eftir ábendingu Skipulagsstofnunar og var síðasti dagur til að gera athugasemdir 15. mars sl. ,en ekki bárust nýjar athugasemdir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn deiliskipulagið og gerir svör við athugasemdum að sínum.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu, en einn var fjarverandi (GJ).
-
Bókun fundar
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti umhverfis- og framkvæmdanefnd tillögu að breytingu á lóðamálum fyrir Miðvang 13. Einnig fór hann yfir stöðu lóðamála Miðvangs 13. Á lóðinni eru tvær eignir, verslun og bensínstöð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar um að í samráði við hagsmunaaðila lóðar verði búin til ný lóð fyrir bensínstöð og að stærð lóðar fyrir verslunarhúsnæði verði leiðrétt í samræmi við uppdrátt 1921-011-046 Miðvangur 9 og 13.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Ósk um leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Farið yfir niðurstöðu valnefndar. Málið var áður á dagskrá á 128. fundi umhverfis - og framkvæmdanefndar þann 11. mars sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila uppsetningu á hreindýri á klettum fyrir ofan tjaldsvæði á Egilsstöðum, í samræmi við afgreiðslu valnefndar.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalskóga 14 til umfjöllunar að lokinni grenndarkynningu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn, með vísan í niðurstöðu grenndarkynningar, fyrirliggjandi umsókn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila landskipti út úr landi Beinárgerðis og veitir jákvæða umsögn um landskiptin.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sótt verði um styrk til eftirfarandi samgönguverkefna: Lagfæring á vegum milli Rauðholts og Hreimsstaða og frá Sandvatni inn Fellaheiði.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingar á tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps sem send var til kynningar á vinnslustigi í sumar og aftur fyrr í vetur. Breytingin felst í því að bæta við stöðum fyrir fuglaskoðunarhús við Nýpslón eftir ábendingar frá fuglaáhugafólki. Meðfylgjandi er breytt tillaga eins og hún er auglýst.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við skipulagsáformin.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps. Breytingarnar eru vegna framkvæmda við Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði ásamt niðurtöku loftlínu. Tilgangur breytinganna er að gæta samræmis við áætlanir þessara framkvæmda og koma fram sjónarmiðum sveitarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við skipulagsáformin.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Erindi frá Fjarðabyggð vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 liggur nú frammi til kynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.