Félagsmálanefnd - 181

Málsnúmer 2002021F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 04.03.2020

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest. Starfsáætlunin var kynnt undir lið 2.
  • Bókun fundar Borist hefur tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneyti varðandi umsókn Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá september á síðasta ári, um fjölgun rýma í dagdvöl aldraðra. Í tölvupóstinum kemur fram að óski félagsþjónusta enn eftir fjölgun rýma beri henni að beina erindi sínu til Sjúkratrygginga Íslands sem tekið hafa við málefnum dagdvalarrýma fyrir aldraða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar felur bæjarstjórn félagsmálastjóra að fylgja umsókninni eftir hjá SÍ.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .4 201909022 Frístund 2019-2020
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggja breytingatillögur á gjaldskrá og reglum varðandi daggæslu í heimahúsum á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðar breytingar
    og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglur og gjaldskrá skv. fyrirliggjandi gögnum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.