Atvinnu- og menningarnefnd - 99

Málsnúmer 2002016F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 04.03.2020

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.2 og bar fram viðaukatillögu. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 8.2. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 8.2 og 8.4. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 8.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 8.2 og 8.4. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 8.4. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 8.4 og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 8.2 og 8.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest. Starfsáætlunin var kynnt undir lið 2.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni lá tölvupóstur frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um flutningsjöfnunarsjóð. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vekur athygli atvinnurekenda á að kynna sér Flutningsjöfnunarsjóð sem hýstur er hjá Byggðastofnun. Hlutverk sjóðsins er að styrkja framleiðslufyrirtæki sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Eftirfarandi viðaukatillaga borin upp:
    Þá er því beint til Austurbrúar að bjóða upp á aðstoð við útfyllingu umsókna í sjóðinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .4 202002089 Gagnaver
    Bókun fundar Fyrir nefndinni lá erindi frá Benedikt Warén um að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða og yfirfara gögn um gagnaver á Héraði og gera tillögu um framhald slíks verkefnis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og óskar eftir upplýsingum frá Landsneti um flutningsgetu og öryggi á afhendingu raforku til svæðisins í ljósi umræðu um ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, m.a. á gagnaveri.
    Jafnframt er vísað til fyrri bókunar atvinnu- og menningarnefndar frá 21. janúar 2019 um að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .5 202002090 Hrein orka
    Bókun fundar Í vinnslu.