Atvinnu- og menningarnefnd - 99
Málsnúmer 2002016F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla nefndarinnar staðfest. Starfsáætlunin var kynnt undir lið 2.
-
Bókun fundar
Fyrir nefndinni lá tölvupóstur frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um flutningsjöfnunarsjóð. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vekur athygli atvinnurekenda á að kynna sér Flutningsjöfnunarsjóð sem hýstur er hjá Byggðastofnun. Hlutverk sjóðsins er að styrkja framleiðslufyrirtæki sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi viðaukatillaga borin upp:
Þá er því beint til Austurbrúar að bjóða upp á aðstoð við útfyllingu umsókna í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir nefndinni lá erindi frá Benedikt Warén um að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða og yfirfara gögn um gagnaver á Héraði og gera tillögu um framhald slíks verkefnis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og óskar eftir upplýsingum frá Landsneti um flutningsgetu og öryggi á afhendingu raforku til svæðisins í ljósi umræðu um ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, m.a. á gagnaveri.
Jafnframt er vísað til fyrri bókunar atvinnu- og menningarnefndar frá 21. janúar 2019 um að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.