Íþrótta- og tómstundanefnd - 60
Málsnúmer 2002013F
-
Bókun fundar
Fyrir liggur skýrsla starfshóps um frístundastarf á Fljótsdalshéraði ásamt fundargerð síðasta fundar hópsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar hópnum fyrir vel unna skýrslu og fagnar því að hún sé rædd. Mikilvægt er að skoðað sé að frístundastarf verði á heilsársgrundvelli til að tryggja að faglega sé unnið að málaflokknum.
Samþykkt að vísa ábendingum um fyrirkomulag á frístundastarfi sumarið 2020 til bæjarráðs til nánari skoðunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja umræður um skipulag snjómoksturs og snjóhreinsunar á gangstéttum og göngustígum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að láta gera nýtt kort sem sýnir forgangsröðun í snjómokstri á götum og gangstígum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við gildandi reglur þar um. Kortið verði aðgengilegt á vef sveitarfélagsins hið fyrsta.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.