Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 87

Málsnúmer 2002007F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 310. fundur - 18.03.2020

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fram hefur komið að ráðstefnunni hefur verið frestað fram í september.

    Afgreiðsla ungmennaráðs að öðru leyti staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggja upplýsingar um samfélagsverkefni á vegum Erasmus samtakanna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur fólk sem hefur náð tilskyldum aldri eindregið til að nýta sér styrkinn til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 202001140 Málefni grunnskóla
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir ungmennaráði lágu upplýsingar og umfjöllun um sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 18. apríl næstkomandi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og beinir því til þeirra framboða sem hyggjast bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag að hafa samráð við ungt fólk í öllum byggðakjörnum og minnir á að skoðanir ungmenna undir kosningaaldri skipta líka máli.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .6 201901092 Milljarður rís
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs, þakkar þeim sem mættu á Milljarður rís þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem dansað var gegn kynbundnu ofbeldi og hvetur ráðið til að unnið verði að því að þróa viðburðinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.