Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115
Málsnúmer 1906016F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var tekin fyrir fundargerð 149. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd um mikilvægi þess að bætt verði úr fráveitumálum Mjólkursamsölunnar á Egilsstöðum í samræmi við þau áform og tímaramma sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa kynnt fyrir bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var greinargerð deiliskipulags miðbæjarins. Gunnar Jónsson vakti athygli á vanhæfi sínu og vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (G.J.)
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Furuvöllum 11. Erindið var grenndarkynnt þann 23. maí. sl. ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð umsóknina í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Óskað er eftir að umsögn um breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps ásamt umhverfisskýrslu, tillaga er á vinnslustigi
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Umsókn um stofnun fasteigna úr landi Vallarness og umsögn um landskipti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð stofnun lóða og að jafnframt verði gefinn jákvæð umsögn við tilgreindum landskiptum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Tekin fyrir ósk Orkusölunnar ehf. um afstöðu bæjarstjórnar til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun, ákvörðun um gerð deiliskipulags og stöðu aðalskipulags.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð gerir á þessum tímapunkti ekki athugasemdir við áform Orkusölunnar og telur þau í samræmi við gildandi aðalskipulag fyrir svæðið. Bæjarráð heimilar framkvæmdaaðila að vinna deiliskipulag fyrir svæðið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vera í sambandi við Orkusöluna um næstu skref í málinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar er leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Grásteins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Tekinn fyrir samningur og yfirlýsing um afnotarétt af landi Fljótsdalshéraðs vegna strenglagningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hafa eftirfarandi þætti í huga við gerð samnings við Landsnet:
Að uppbygging hafi ekki áhrif á áform um notkun á svæði til útivistar í Miðhúsaskógi og nærsvæði.
Að ekki verði aukið við varanleg ummerki á svæðinu, svo sem línuvegi og öðru því raski sem fylgir uppbyggingu línunnar.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að undirrita samningsdrögin með hliðsjón af framangreindum þáttum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur umsókn um lóðina Fjóluhvamm 4a og b ásamt ósk um breyting á lóð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að úthluta viðkomandi lóðum í samræmi við það sem fram kemur í bókun nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.