Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112

Málsnúmer 1905006F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 22.05.2019

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liða 2.6 og 2.16. Úrskurðaði forseti hann vanhæfan.
Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.16 og bar fram breytingatillögu og Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 2.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fram er komin fyrirspurn lóðarhafa um staðsetningu byggingar innan byggingarreits.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að málið fái afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki eigenda Fjóluhvamms 1 og Smárahvamms 2.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var deiliskipulag Egilsstaðaflugvallar tekið til umræðu. Lögð voru fram svör við athugasemdum vegna deiliskipulags.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn deiliskipulagið og gerir fyrirliggjandi svör við athugasemdum að sínum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (GJ)
  • Bókun fundar Fyrir fundinum liggur beiðni frá Landsvirkjun um framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í lónsstæði Hálslóns við Kringilsárrana, ásamt lýsingu á framkvæmdinni og bréfi frá Umhverfisstofnun þar sem framkvæmdin er heimiluð fyrir þeirra leyti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að veita umbeðið framkvæmdaleyfi með eftirfarandi skilyrðum:
    Að við framkvæmdina verði farið að þeim skilyrðum sem Umhverfisstofnun hefur sett í bréfi sínu frá 26. apríl 2019.
    Að Fljótsdalshéraði verði með tölvupósti tilkynnt um upphaf og lok framkvæmda sem og án tafar öll frávik sem kunna að verða frá lýsingu verkefnisins eins og hún liggur fyrir bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .8 201904199 Lausaganga geita
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn frá Daníel Þorsteinssyni um lóð, Klettasel 2 - 4 á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og að lóðinni Klettaseli 2 - 4 verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn frá Daníel Þorsteinssyni um lóðina Bláargerði 47 - 49 á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og að lóðinni verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn frá Daníel Þorsteinssyni um lóð, Bláargerði 31 - 35 á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu þar sem lóðinni Bláargerði 35 hefur nú þegar verið úthlutað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Suðursvæðis. Tillaga var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og liggur samþykki fyrir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning hefur farið fram, framkvæmd var grenndarkynnt fyrir eftirfarandi, Minjastofnun, Isavia, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og landeigendum. Svör bárust frá tveimur aðilum en ekki hafa borist svör frá Minjastofnun og HEF.

    Lögð fram breytingatillaga frá Björgu Björnsdóttur:
    Legg til að breytt verði orðalagi í niðurlagi tillögunnar þannig að þar standi: "með fyrirvara um afstöðu Minjastofnunar og að samningar hafi náðst við landeigendur".

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við fyrri ákvörðun, með fyrirvara um afstöðu Minjastofnunar og að samningar hafi náðst við landeigendur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (GJ)
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningum um annars vegar verkefnastjórn og hins vegar um vinnu við gerð húsakönnunar, vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð, á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samninga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.