Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 468
Málsnúmer 1904016F
.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Vísað er til bókunar undir lið 2.4 í þessari fundargerð.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar fram komnar ábendingar Náttúruverndarsamtaka Austurlands, varðandi áform um virkjanaframkvæmdir á svonefndu Hraunasvæði. Á komandi sumri er gert ráð fyrir að rannsóknir vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Geitdalsá fari fram í tengslum við gerð umhverfismats fyrir framkvæmdirnar. Í framhaldinu má gera ráð fyrir að ferli vegna beiðni um breytingu á aðalskipulagi í tengslum við virkjanaáformin verði fram haldið. Bæjarstjórn telur eðlilegt að taka afstöðu til verkefnisins í skipulagsferlinu, þá að fengnum þeim upplýsingum sem fram koma með umhverfismatinu og að teknu tilliti til umsagna um málið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sumarleyfi bæjarstjórnar 2019, verði frá síðari fundi bæjarstjórnar 19. júní og til og með 12. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður 21. ágúst.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir þá umsögn sem bæjarráð veitti um frumvarpið þar sem fram koma þau meginsjónarmið að skráningarskyld heimagisting ætti að vera háð starfsleyfi heilbrigðisnefndar líkt og önnur gisting og að eftirlit með heimagistingu ætti að vera á hendi sýslumanna í hverju umdæmi fyrir sig í stað þess að fela einu sýslumannsembætti eftirlit með landinu öllu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.