Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 273

Málsnúmer 1903006F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 20.03.2019

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.5 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að leita megi til leikskóla sveitarfélagsins vegna umbeðinnar rannsóknar, lendi þeir í úrtaki, sbr. erindi þar að lútandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
  • Bókun fundar Eftirspurn eftir Frístund hefur verið vaxandi undanfarin ár, en nú býðst nemendum í 1.-3. bekk dvöl í Frístund fyrir skóla á morgnana og milli kl. 14 og 16 síðdegis. Á næsta skólaári kemur inn fjölmennur árgangur í 1. bekk og því er ljóst að vænta má enn frekari aukningar í eftirspurn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur með fulltrúum frá íþrótta- og tómstundasviði og félagsmálasviði, auk fulltrúa fræðslusviðs.
    Jafnframt verði fulltrúi íþróttafélaga í starfshópnum. Hópurinn skoði markmið og leiðir í frístundastarfi barna og ungmenna í sveitarfélaginu og tækifæri hvað varðar húsnæðismál fyrir slíka starfsemi. Óskað er eftir að áætlun vegna starfsemi Frístundar á næsta skólaári liggi fyrir í síðasta lagi í maímánuði næstkomandi.
    Bæjarstjórn felur deildarstjórum fjölskyldusviðs að skipa fulltrúa í hópinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til kynningar.