Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104
Málsnúmer 1812007F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tilkynning um hættu á vatnstjóni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að úrbótum á verklagi varðandi snjósöfnunarsvæði. Málinu einnig vísað til HEF til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Stefnumótunarfundur með íbúum um framtíð Selskógar var haldinn á Lyngási 12. þann 11. desember sl. Vinna á fundinum fór fram í anda AirOpera sem er skilvirk leið til að fá einstaklinga til að leggja eigin hugmyndir inn í hópvinnu þar sem þær eru svo ræddar og komist að niðurstöðu varðandi markmið deiliskipulags.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að samantekt frá fundinum verði nýtt í deiliskipulagsvinnu svæðisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
.8
201702095
Rafbílavæðing
Bókun fundar
Fyrir liggur að staðsetja hleðslustöðvar í samræmi við samning við Hlöðu um uppsetningu rafhleðslustöðva á Fljótsdalshéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur áður fjallað um staðsetninguna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær í námunda við Sláturhúsið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreitt undir lið 2.6.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl. Málið var til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd og lagt til að mál yrði tekið til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd að verkefnið er spennandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnastjóri umhverfismála geri í samstarfi við Austurbrú og Þjónustusamfélagið tillögu að afmörkuðu svæði/svæðum til að taka fyrir, sem og tillögu að verklagi við úrbótagönguna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur beiðni um leyfi til að breyta eigninni að Fagradalsbraut 9, 010101 fastanúmer 224-3742 í íbúðarhúsnæði.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimilt verði að breyta notkun í íbúðarhúsnæði. Jafnframt samþykkt að breytingin fái málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós - Heyskálar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að leitað verði eftir afstöðu ráðuneytis um hvort áform þessi séu í samræmi við markmið jarða- og ábúðarlaga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.