Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 429
Málsnúmer 1805023F
.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir hugmyndir um gerð útikörfuboltavallar við íþróttamiðstöðina, sem verið hefur í undirbúningi um sinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ræða framkvæmdina við stjórn körfuboltadeildarinnar og gera tillögu um fyrirkomulag hennar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs lagði fjármálastjóri fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018, vegna auka deildar fyrir leikskólabörn.
Heildarkostnaður verði 14.693.000, þar til frádráttar koma leikskólagjöld upp á 1.500.000. Nettó kostnaður verði því 13.193.000.
Kostnaði verði mætt þannig:
Af lið 0404 kr. 4.600.000
Af lið 0414 kr. 2.500.000
Af lið 0010 kr. 3.645.000
Af lið 2700 kr. 2.448.000
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framangreindan viðauka.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Lögð fram drög að samningi milli Landsnets og Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3 um jörðina Sænautasel, sem er í eigu sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra verði falið að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við PwC um verkefnisstjórnun á innleiðingu jafnlaunavottunar, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs í verkið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita umbeðið leyfi dagana 30. júní til og með 1. júlí, með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.