Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 262

Málsnúmer 1805016F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 06.06.2018

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar kynntu fræðslustjóri og skólastjóri Tjarnarskógar undirbúning fyrir tímabundna viðbótardeild við leikskólann Tjarnarskóg, sem verður starfrækt næsta vetur vegna þeirrar ánægjulegu staðreyndar að óvenjulega mörg börn verða á leikskólum næsta vetur. Á þeirri deild verða yngstu börn leikskólans.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því að lausn hafi fundist svo hægt sé að mæta fyrirliggjandi þörf á komandi hausti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að unnið verði áfram með fyrirliggjandi tillögu að viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og leggur áherslu á að tillagan verði kynnt fyrir starfsfólki og foreldrum. Jafnframt er óskað eftir að skoðuð verði hugsanleg áhrif frá spennistöðinni sem er við leikskólalóðina og fengnar upplýsingar um kostnað við að færa stöðina.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.