Atvinnu- og menningarnefnd - 70

Málsnúmer 1805013F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 06.06.2018

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.8 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa áherslum nefndarinnar til vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .2 201801076 Ormsteiti 2018
    Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi við Menningarsamtök Héraðsbúa um Ormsteiti 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi við Menningarsamtök Héraðsbúa með áorðnum breytingum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .3 201804062 Örnefnaskráning
    Bókun fundar Fyrir liggja gögn er varða örnefnaskráningu innan Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð samþykkti á fundi 14. maí 2018 að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í örnefnaskráningu í sveitarfélaginu á kerfisbundinn hátt. Bæjarstjórn felur starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að leita leiða til að hrinda verkefninu af stað. Leitað verði til Félags eldri borgara um mögulega aðkomu að verkefninu sem og bréfritara.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna Fjölmenningarhátíðar sem haldin er í Sláturhúsinu menningarsetri 21. maí 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0574.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá nýundirritaður samningur um byggingu menningarhúss á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þeim langþráða áfanga sem náðst hefur með undirritun samnings um uppbyggingu menningarhúss. Annars vegar er um að ræða uppbyggingu í Sláturhúsinu og með því að klára byggingu annarrar burstar við Safnahúsið. Samningurinn að öðru leyti lagður fram til kynningar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.