Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92

Málsnúmer 1805009F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 06.06.2018

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.12 og kynnti gjaldskrá vegna malarnáms á Eyvindardal. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2, 4.5 og 4.12. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem þakkaði formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar gott samstarf og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar veitti nefndin Eyþóri Hannessyni viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf hans í þágu umhverfismála í sveitarfélaginu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar Eyþóri Hannessyni óeigingjarnt starf hans í þágu samfélagsins. Með fórnfúsu starfi í þágu umhverfismála er Eyþór öðrum íbúum góð fyrirmynd og hvetur bæjarstjórn alla íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að allri umgengni og gæta þess að umbúðir og annað sorp dreifist ekki út í náttúruna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Deiliskipulag Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingar á deiliskipulagi Norðurvestursvæðis Egilsstaða, þannig að byggingarreitur við Lagarás 21-33 verði stækkaður til norðurs og austurs og heimilt verði að byggja allt að tveggja hæða byggingu. Jafnframt er vakinn athygli á skilgreiningu lóðarinnar í aðalskipulagi.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (Þ.Þ.)

    Þórður Mar Þorsteinsson óskaði að bókað væri að hann væri mótfallinn byggingu tveggja hæða húsa á þessum reit.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sótt verði um styrk til Orkusjóðs vegna áforma um uppsetningu á varmadælu í Brúarási.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá ósk frá HAUST um umsögn vegna starfsleyfis fyrir nuddstofu að Blómvangi 2.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við starfsleyfið, en bendir HAUST á að leita umsagnar húsfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulag Selskógar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til á 89. fundi sínum að erindið fengi umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem að málið varðar. Nefndin óskaði eftir því að ábendingar bærust fyrir 15. maí, fyrir liggja umsagnir frá Ungmennaráði, Íþrótta- og tómstundanefnd og Atvinnu- og menningarnefnd.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu og óskar eftir umsögn náttúruverndarnefndar um málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá beiðni frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar um umsögn á Skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við matslýsinguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Ekkjufellssels undirrituð af Hilmari Gunnlaugssyni fyrir hönd Vök-Baths ehf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Ástu Sigfúsdóttir og Kjartani Reynissyni þar sem óskað er eftir að sveitafélagið samþykki nafnið Leyningur á nýbýli þeirra Fossgerði lóð 4.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Þórunni Sigurðardóttir þar sem óskað er eftir að skipta út úr Skipalæk 1 land nr. 157023 landspildu (14,836 ha) og sameina hana Skipalæk 3 land nr.225834.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdnefnd lá erindi frá Kára Helgfell Jónassyni þar sem óskað er eftir skráningu á nýrri landeign í fasteignskrá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Bent er á að stofnun lóðarinnar leysir landeiganda ekki undan kvöðum skipulagsins og breyta þarf deiliskipulagi ef hefja á framkvæmdir á lóðinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdnefnd lá erindi frá Steinþóri Guðna Stefánssyni f.h. Austurverks ehf. þar sem hann óskar eftir að fá keypta möl úr efnisnámu sveitafélagsins á Eyvindarárdal.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að efnisnáma á Eyvindarárdal verði rekinn af sveitafélaginu fram til áramóta. Skipulags- og byggingarfulltrúa og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar verði falin umsjón með rekstri námunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna malarnáms á Eyvindardal. Grús óunnin verði seld á kr. 168 kr./m³




    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028, að aflokinni kynningu. Ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Landgræðslu ríkisins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði unnin í samræmi við auglýsta lýsingu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá byggingarleyfisumsókn vegna breytinga á húsnæðinu Ekkjufellssel fiskþurrkun (Herðir)

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð umhverfismarkmið fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ráða Benedikt Arnórsson sem fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.