Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 427

Málsnúmer 1805007F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 16.05.2018

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Vísað til afgreiðslu undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til stjórnar Brunavarna á Austurlandi að hún greini stöðu brunavarna á svæðinu með tilliti til erindis Mannvirkjastofnunar og fleiri þátta. Bæjarráð óskar eftir því að stjórnin skili samantekt um málið til aðildarsveitarfélaga. Jafnframt vísar bæjarstjórn erindi frá fyrirtækinu Inspectionem ehf, sem kynnt var á fundi bæjarráðs, til stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning við Lyftingafélag Austurlands, eins og hann liggur fyrir fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .10 201804062 Örnefnaskráning
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að nýjum samþykktum ungmennaráðs til seinni umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að leggja fram og undirrita kjörskrá Fljótsdalshéraðs samkvæmt reglum þar um.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að framboðsfundur verði haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi og senda á fulltrúa framboðanna.

    Bæjarstjórn bendir á að boðið er upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á bókasafninu, líkt og verið hefur undanfarandi kosningar, auk þess sem hægt er að kjósa utan kjörfundar á sýsluskrifstofunni Lyngási 15.

    Fram hefur komið ósk frá formanni kjörstjórnar um að bæjarstjórn skipi fulltrúa í kjörstjórn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þar sem nokkrir fulltrúar kjörstjórnar eru forfallaðir, eða hafa beðist lausnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Örnu Christiansen sem aðalmann í kjörstjórn, í stað Einars R. Haraldssonar og Vigni Elvar Vignisson og Jón H. Jónsson sem varamenn í kjörstjórn, í stað Evu Dísar Pálmadóttur og Ljósbráar Björnsdóttur.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að kjósa Eydísi Bjarnadóttur, Agnar Sverrisson og Stefán Þór Hauksson sem aðalmenn í undirkjörstjórn og Svein Herjólfsson sem varamann í undirkjörstjórn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.