Atvinnu- og menningarnefnd - 69
Málsnúmer 1805001F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Vísað í afgreiðslu á lið 1 í þessari fundargerð.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur til kynningar Þjónustukönnun Austurland sem unnin var á vegum Byggðastofnunar árið 2017 og gefin út 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur atvinnurekendur á svæðinu til að kynna sér könnunina og þau tækifæri sem niðurstöðurnar gefa til kynna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 1. maí 2018, frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, vegna Skógardagsins mikla 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að hátíðin verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 26. apríl 2018, frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs vegna kvikmyndunar á leikriti og sýningar á kvikmyndinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0581.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur aðalfundarboð Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf 17. maí 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf. Varamaður hans verði Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja gögn um búnað til að telja fjölda gesta sem fara um ferðamannastaði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að kaupa einn teljara sem settur verði niður til að byrja með á leiðinni að Fardagafossi. Áætlaður kostnaður við kaup á teljaranum er kr. 115.000 sem takist af lið 1369.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja þrjár umsóknir um framkvæmdastjóra Ormsteitis sem auglýst var með fresti til og með 5. maí 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Menningarsamtök Héraðsbúa.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.