Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91

Málsnúmer 1804024F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 16.05.2018

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.4. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 5.4 og 5.10. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.10. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 5.4 og 5.10. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.10. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.10. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem bar fram spurningu og Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir gangvegi milli Fellabæjar og Urriðavatns.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna og telur brýnt að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri ráð fyrir verkefninu við gerð fjárhagsáætlana næstu ára.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem m.a. óskað er eftir að sett verði hraðahindrun á Skógarlönd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna. Ný gangstétt og lagfæringar á eldri gangstéttum í Dynskógum eru á framkvæmdaáætlunum.
    Bæjarstjórn er hins vegar sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur óhentugt að setja hraðahindranir á Skógarlönd þar sem þær torvelda vetraþjónustu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur umsókn um byggingarleyfi frá Stóra-Bakka ehf. fyrir smáhýsi að Stóra-Bakka.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Landstólpa ehf. beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda, en bendir á að þær framkvæmdir sem bundnar eru við leyfið eru til bráðabyrgðar og á ábyrgð leyfishafa. Jafnframt er vakin athygli á að ekki er víst að leyfið fáist endurnýjað er það rennur út.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um lóðina Ártún 11 - 17 frá H Gæði ehf. undirrituð af Hrafnkeli Elíssyni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til H Gæða ehf.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Runólfi Jónssyni fyrir einbýlishúsi að Hallbjarnarstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykktir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir nefndinni liggur tilkynning frá HAUST varðandi umgengni utanhúss í þéttbýli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Í ljósi tilkynningar HAUST hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd og bæjarstjórn íbúa og fyrirtæki til að huga að umgengni innan sinna lóða og í umhverfinu almennt.
    Bæjarstjórn tekur jafnframt undir með umhverfis- og framkvæmdanefnda og þakkar sérstaklega þeim íbúum sem sýnt hafa gott fordæmi með ruslahreinsun og tiltekt innan sveitafélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi nefndarinnar liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Athafna- og iðnaðarsvæði við Miðás og Brúnás. Breyting felur í sér sameiningu á lóðunum Miðás 22 - 24 ásamt því að heimilt er að víkja frá byggingarlínu við Miðás.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan hljóti afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá U.E. Vélaleigu þar sem óskað er eftir að skila lóð nr. 47 við Miðás og sækir jafnframt um lóð nr. 26 við sömu götu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.