Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416
Málsnúmer 1802010F
.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði voru kynnt drög að ársreikningi HEF fyrir árið 2017, en hann verður tekinn til síðari umræðu í stjórn HEF 21. febrúar nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ekki verði greiddur út arður til eigenda vegna hagnaðar ársins 2017 og rekstrarafgangur verði færður yfir eigin fé.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi HEF, þegar hann verður haldinn 1, mars nk., í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um. Varabæjarfulltrúa verið heimilt að mæta ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir áhyggjum af því að verið sé að boða niðurskurð í starfsemi sýslumannsembættisins á Austurlandi, á meðan embættið nær ekki að sinna ásættanlegri þjónustu, til að mynda á skrifstofunni á Egilsstöðum.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka málið upp við Dómsmálaráðuneytið og þingmenn Norðausturkjördæmis.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjóra falið að svara erindum með vísun til bókunar bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
.9
201802089
Bjarkasel 16
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði voru lögð fram drög að samningi um könnunarmöstur vegna rannsókna á vindorku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að undirbúa kynningarfund í Hjaltalundi fyrir íbúa á svæðinu til að ræða framkomnar hugmyndir að nýtingu vindorku á Út-Héraði. Þar verður þeim aðilum sem hafa sýnt áhuga á að koma að málinu gefinn kostur á að mæta á fundinn til að kynna sínar hugmyndir. Stefnt er að því að halda þennan fund í marsmánuði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var lögð fram hugmynd að könnunarblaði, sem sent yrði út til íbúa sveitarfélaganna á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í könnuninni. Framkvæmd verkefnisins vísað til starfsmanna bæjarskrifstofunnar og óskað tillagna að verklagi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að tillaga að þingsályktun um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir skuli vera lögð fram. Jafnframt vísar bæjarráð til fyrri umsagnar bæjarstjórnar um málið frá 21. júní 2017.
Eitt af helstu markmiðum tillögunnar er að ríkið marki sér stefnu sem tryggi og ýti undir möguleika fólks til að hefja búskap. Því leggur Fljótsdalshérað ríka áherslu á að við mótun stefnunnar verði haft samráð við Samtök ungra bænda, til viðbótar við þá aðila sem flutningsmenn tillögunnar gera ráð fyrir.
Ungir bændur eru þeir sem munu búa lengst við þá stefnu sem verður mörkuð og því er mikilvægt að þeir fái að koma sínum sjónarmiðum að við mótun stefnunnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.