Íþrótta- og tómstundanefnd - 39
Málsnúmer 1802008F
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi af vefnum Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að gerð verði ný barnalaug / vaðlaug við sundlaugina á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og tekur vel í erindið og leggur til að málinu verði bætt inn í uppbyggingaráætlun íþróttamiðstöðvarinnar fyrir næstu ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum í Barra 16. desember 2017 þar sem lýst er yfir ánægju með að frítt er í sund fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði. Að auki fram komnar vangaveltur um samning sveitarfélags við fimleikadeild Hattar varðandi þátttöku í kaupum á áhöldum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að starfsmaður nefndarinnar myndi starfshóp sem í verði ásamt honum, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, fulltrúi fimleikadeildar og yfirmaður Eignasjóðs. Starfshópurinn fari yfir búnað og áhöld til fimleikaiðkunar í væntanlegu fimleikahúsi og komi með tillögu að hvaða tæki og búnaður skuli vera til staðar og hvert eignarhaldið skuli vera. Tillögum starfshópsins verði skilað til nefndarinnar fyrir 15. apríl 2018.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.