Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 258

Málsnúmer 1802006F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 269. fundur - 21.02.2018

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.3. og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 6.3. og svaraði fyrirspurn. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.3. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.3. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 6.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.3. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 6.3 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir fundi fræðslunefndar lá greinargerð vegna verkefnisins "Breyttir kennsluhættir á Fljótsdalshéraði", sem hefur verið til umfjöllunar á fundum nefndarinnar, með sundur liðaðri kostnaðaráætlun. Nefndin tekur undir framkvæmdaáætlun verkefnisins og fer þess á leit við bæjarstjórn að kannað verði hvort hægt sé að tryggja aukið fjármagn til verkefnisins á þessu ári.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs til umfjöllunar og tillögugerðar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til kynningar.