Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 65
Málsnúmer 1802001F
-
Bókun fundar
Fyrir fundi ungmennaráðs lá erindi frá forsætisráðuneytinu varðandi umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá er því beint til til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi ungmennaráðs lá auglýsing vegna rithöfundaskóla á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með ungmennaráði og beinir því til grunnskóla á Fljótsdalshéraði og Menntaskólans á Egilsstöðum að kynna verkefnið fyrir nemendum og hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að kynna sér gott tækifæri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.