Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84

Málsnúmer 1801009F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 268. fundur - 07.02.2018

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.2. Ester Kjartansdóttir, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.14 og úrskurðaði forseti þær vanhæfar. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 5.12, 5.13 og 5.15 og bar fram fyrirspurnir. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.12, 5.13 og 5.15 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.15 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.15.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeildar Hattar þar sem óskað er eftir samvinnu um uppbyggingu á útikörfuboltavelli við Íþróttamiðstöðina.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að gert verði ráð fyrir útikörfuboltavelli sunnan við Íþróttamiðstöðina í tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðar fram tillögur að svörum við athugasemdum við deiliskipulagstillögu að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II og jafnframt geri hún svör nefndarinnar í skjalinu (Minnisblað skipulagsfulltrúa, svör við athugasemdum) að sínum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (S.Bl.).
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk við Lagarfell 3. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímabilinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði auglýsti í samræmi við 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjarnarbrautarreit á Egilsstöðum. Skv. tillögunni breytist lögun byggingarreits fyrir fimleika- og frjálsíþróttahús norðan núverandi íþróttahúss, skilmálar verða ítarlegri og gert er ráð fyrir boltavelli sunnan sundlaugar. Tillagan er sett fram í greinargerð og uppdrætti sem sýnir skipulagið fyrir og eftir breytingu skv. tillögunni. Sýnt er skuggavarp nýrrar viðbyggingar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Tjarnarbrautarreits fái umfjöllun samkvæmt 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Helgi Rúnar Elísson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að Lindarhól.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Landsnet þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 vegna breytingar á línuleið Kröflulínu 3. við Núpaskot.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028, þar sem línuleið Kröflulínu 3 við Núpaskot verði breytt. Þar sem breytingin fellur undir umhverfismat áætlana skal umhverfismat unnið samhliða breytingunni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Vegagerðin undirbýr nú byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Dal hjá Klaustursseli. Fyrir fundinum liggur kynning á framkvæmdinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna áform Vegagerðarinnar fyrir hagsmunaaðilum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn við erindinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (E.K.)
  • .15 201801105 Geymslusvæði
    Bókun fundar Fyrirspurn um afnot af landi undir lausmuni og aðkomu sveitafélagsins. Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að í deiliskipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis Miðás og Brúnás er gert ráð fyrir geymslulóðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur það ekki í hlutverki sveitafélagsins að sjá um rekstur geymslusvæðis, en lýsir sig tilbúna til að koma að lausn málsins með öðrum hætti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.