Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412

Málsnúmer 1801006F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 17.01.2018

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.3, Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.12 og lagði fram bókun og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.12 og lagði til að bókun Stefáns Boga yrði lögð fram sem tillaga.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Í bæjarráði var farið yfir uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú, en nú liggja fyrir út reiknaðar tölur frá sjóðnum. Áætlað framlag er alls upp á 325 milljónir króna. Í núverandi fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 390 milljónum vegna þessa uppgjörs. Skuldbindingin skiptist í Jafnvægissjóð, sem er uppreiknuð áfallin skuldbinding upp á 102 milljónir, Lífeyrisauka, sem er uppreiknuð framtíðarskuldbinding upp á 201 milljón og svo Varúðarsjóð sem er upp á 22 milljónir. Á fundi bæjarráðs var farið yfir tillögur að fjármögnun vegna uppgjörs á þessum lífeyrisskuldbindingum og þá möguleika sem sveitarfélagið hefur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú á framangreindum skuldbindingum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Gerð grein fyrir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fram fór fyrr í dag þar sem farið var yfir megin áherslur sveitarfélagsins í samgöngu og sveitarstjórnarmálum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðstafa fjármunum á yfirstandandi ári til nauðsynlegra vegabóta innst í Skriðdal. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á að ráðist verði sem fyrst í framkvæmd við heilsársveg um Öxi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir fyrirspurnir og umsóknir um mögulega leigu á húsnæði Sveitarfélagsins að Miðvangi 31.
    Undir þessum lið komu fulltrúar í starfshópi Fljótsdalshéraðs um Attractive Towns, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson á fundinn og reifuðu hugmyndir sínar um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31 og svæðisins þar norður af.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að gera skammtímasamning við Daníel Haraldsson dýralækni um þann hluta húsnæðisins sem ekki er þegar í útleigu. Leigutíminn verði sá sami og í samningi við Landstólpa.
    Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir nánari útfærslu á hugmyndum starfshópsins, sem vísað verði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var lögð fram skjalavistunaráætlun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs sem gilda á til ársloka 2021.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn áætlunina.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .10 201801015 Brunavarnaáætlun
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Í f. lið 3. gr. og 8. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að lögleidd verði skylda sveitarfélaga til að setja á fót notendaráð þeirra sem nýta félagsþjónustu og einnig sérstök öldungaráð.

    Rökstuðningur fyrir nauðsyn þessara ráða er mjög lítill. Ekki verður séð að neitt kalli á svo ríkt inngrip í stjórnsýslu sveitarfélaga í málaflokknum. Í greinargerðinni kemur raunar fram að nokkur sveitarfélög hafi stofnað slík ráð. Því má ætla að þau sveitarfélög sem telja að þetta fyrirkomulag henti vel muni gera það og engin ástæða sé til að lögfesta skyldu til þess.

    Ávinningur af stofnun slíkra ráða er mjög óljós, sérstaklega þegar horft er til þess að annarsstaðar í lögunum er lögfest mjög rík skylda til samráðs við hagsmunasamtök notenda þjónustu sveitarfélaganna á þessu sviði. Hins vegar má gera ráð fyrir að utanumhald með starfsemi og fundum slíkra ráða geti kallað á umtalsvert vinnuframlag þeirra starfsmanna sem sinna málaflokknum hjá sveitarfélögum og er varla á það bætandi í mörgum tilfellum.

    Samráð við notendur er mikilvægt og nauðsynlegt til að tryggja farsæla þróun og framkvæmd hennar. Þetta samstarf og samráð er lögfest og tryggt með skynsamlegri hætti í öðrum ákvæðum frumvarpsins. Það er hreinlega óskynsamlegt að stofna til vinnu og kostnaðar í málaflokknum þegar sýnilegur ávinningur er í besta falli óljós og rökstuðningur fyrir slíkri breytingu ekki fyrir hendi. Í fámennri stjórnsýslu getur skuldbinding á borð við þessa kallað á verulega aukavinnu sem er skautað framhjá, eða að minnsta kosti fjallað um með léttúðugum hætti í því sem nefnt er kostnaðarmat í frumvarpinu.

    Réttast er því að fella úr þau ákvæði sem lögbinda stofnun notendaráða út úr frumvarpinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.