Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 256

Málsnúmer 1801005F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 17.01.2018

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 4.5 og bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 4.5 og svaraði fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5 og bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.5 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.5 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar fylgdi Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, eftir lokaskýrslu þróunarverkefnisins "Brúin".

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því frumkvæði sem liggur að baki verkefninu og þeirri verðskulduðu athygli sem það hefur fengið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar var kynnt hugmynd að áætlun um breytta kennsluhætti sem byggir m.a. á spjaldtölvuvæðingu í grunnskólum sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og telur mikilvægt að áfram verði unnið að undirbúningi að þeirri breytingu á kennsluháttum sem kynnt er í þessari áætlun. Stefnt verði að því að innleiðing geti hafist með markvissum hætti haustið 2018, enda hefjist undirbúningur að því nú á vorönn með því að kennarar fái spjaldtölvur til umráða. Bæjarstjórn telur mikilvægt að skólarnir feti þessa leið saman til að tryggja mögulegt hagræði og jafnræði. Farið er fram á að fá eins nákvæma kostnaðaráætlun og unnt er þar sem tekið er tillit til þeirra þátta sem fyrirsjáanlegir eru miðað við þá áætlun sem kynnt hefur verið. Sú áætlun liggi fyrir á fyrri fundi fræðslunefndar í febrúar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að skólastjóri Fellaskóla hefur lagt fram bréf þar sem fram kemur að skólastjóri, sem valið hefur að vera með tímabundna ráðningu til 5 ára og deildarstjóri sérkennslu sem hefur verið með tímabundna ráðningu, óska ekki eftir endurráðningu frá og með næsta skólaári.
    Jafnframt liggur fyrir uppsögn aðstoðarskólastjóra sem taka mun gildi frá og með næsta skólaári.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar þeim stjórnendum sem um ræðir fyrir farsæl og góð störf í þágu skólans og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.