Atvinnu- og menningarnefnd - 61

Málsnúmer 1801001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 17.01.2018

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja úthlutunarreglur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýstir verði styrkir til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs og felur starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að gera það.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði. Málið var síðast á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 11. desember 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samningsdrög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.