Íþrótta- og tómstundanefnd - 38
Málsnúmer 1712007F
-
Bókun fundar
Í vinnslu
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur frá Önju Sæberg frá 6. janúar 2018 þar sem hún lýsir yfir áhuga á að gert verði skautasvæði fyrir börn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sama sinnis og íþrótta- og tómstundanefnd, þakkar Önju fyrir erindið og tekur undir það að gaman væri að halda úti skautasvæði fyrir börn. Þó er ekki gert ráð fyrir slíku svæði á vegum sveitarfélagsins skv. starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar á þessu ári.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Þristi, dagsett 15. janúar 2018, vegna Vetrarfjörs á Héraði - útivistarnámskeiðs fyrir börn og unglinga.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Ungmennafélagið Þristur verði styrkt vegna námskeiðsins um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0689.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.