Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82

Málsnúmer 1711021F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Vegna áforma um byggingu á bílskúr að Brávöllum 14 hefur grenndarkynning farið fram. Engar athugasemdir bárust.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð umrædd áform um byggingu bílskúrs að Brávöllum 14.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Ylstrandar. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, vegna vegtengingar. Minjastofnun vekur athygli á að ekki hafi verið hægt að skoða umrætt svæði vegna snjóa.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að tillagan verði samþykkt, þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda Vegagerðarinnar og syðri vegtengingin verið felld út. Vakin er athygli á að ekki er heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Tilkynning um skil á lóð Bjarkarseli 10.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Tilkynning um skil á lóð Bjarkarseli 12.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Ósk frá Forsætisráðuneytinu um stofnun lóðar við Snæfell. Lóðin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Erindi frá Pacta lögmenn, Bjarni G. Björgvinsson hrl. fyrir hönd Þórarins Hrafnkelssonar, þar sem krafist er að lóð með landnr. 221105 verði afmáð úr fasteignaskrá.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið fyrir næsta fund bæjarráðs.

 • Bókun fundar Erindi frá Sigurði Jónssyni varðandi snjómokstur á vegi 937 Skriðdalsvegi vestan Grímsár. Óskað er eftir úrbótum á snjómokstri.

  Bæjarráð þakkar bréfritara erindið en vísar til bókunar
  umhverfis- og framkvæmdanefndar og bendir á að vegurinn fær vetrarþjónustu í samræmi við ákvörðun Vegagerðarinnar um þjónustustig og að annað þjónustustig er á veginum austan Grímsár.
  Í tilefni af erindinu felur bæjarráð bæjarstjóra að láta taka saman upplýsingar um vetrarþjónustu á vegum innan sveitarfélagsins og leggja þær fyrir bæjarráð.

 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Umsókn frá Alona Perepelytsia um lóðina Hamrar 4.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkri bæjarráð að úthluta lóðinni Hamrar 4 til umsækjanda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að uppfæra lista yfir lausar lóðir í sveitafélaginu og birta á heimasíðu sveitafélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Umsókn frá Vilborgu Vilhjálmsdóttur um stofnun 6 lóða úr Eyvindará lóð 11.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í þjóðskrá.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.