Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 401
Málsnúmer 1710001F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar verði skipaðir varamenn í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs Austursvæði fh. Fljótsdalshéraðs: Guðmundur Sveinsson Kröyer og Stefán Ólason.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
.2
201701003
Fjármál 2017
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita kjörskrárstofninn og leggja fram á tilsettum tíma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var farið yfir greinargerð Vegagerðarinnar vegna flutnings þjóðvegar 1 af Breiðdalsheiði yfir á Suðurfjarðaveg Bæjarráð telur að fyrirliggjandi greinargerð og fleiri gögn sem bæjarráð hefur aðgang að, veki fleiri spurningar en svör.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og óskar eftir því að vegamálastjóri komi hið fyrsta til fundar með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, til að svara þeim spurningum sem vaknað hafa hjá bæjarráði. Æskilegt væri að sá fundur ætti sér stað sem allra fyrst.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.