Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 78

Málsnúmer 1709024F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 263. fundur - 18.10.2017

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigvaldi Ragnarsson, sem vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu vegna liðar 7.5, og gerði athugasemd við ónákvæma bókun í afgreiðslu málsins og bar fram fyrirspurn. Forseti úrskurðaði Sigvalda ekki vanhæfan. Gunnar Jónsson, sem lýsti yfir vanhæfi sínu vegna liðar 7.4 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.5 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Hulda Elísabeth Daníelsdóttir, fyrir hönd Gistihússins Egilsstöðum, óskar eftir að fá að setja upp fána á ljósastaura við heimreiðina að Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugsemdir við áformin. Bent er á að leita beri samþykkis eiganda ljósastauranna og landeigenda að heimreið að Egilsstöðum fyrir áformum þessum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (G.J.)
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Eflu ehf., Kömmu Gísladóttur fyrir hönd Ylstrandar ehf. Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæði eru færð nær þjóðvegi og þeim fjölgað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um lóðinna Dalsel 2- 6 frá MVA ehf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð eru fram gögn frá Árna Geirssyni hjá Alta ehf., varðandi breytingu á aðalskipulagi - Davíðsstaðir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfs- og framkvæmdnefndar samþykkir bæjarstjórn að fornminjaskráning verði unnin jafnhliða gerð deiliskipulags.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá NAUST um stefnu í plastnotkun.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og beinir því til fyrirtækja og íbúa að vera meðvituð um notkun plasts og skaðsemi þess gagnvart umhverfinu og leita leiða til að draga úr plastnotkun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá Kristínu Atladóttir ábúanda á Hólshjáleigu, varðandi uppsetningu ljósastaurs við bæinn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhvefis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að afgreiða málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá HAUST þar sem óskað er eftir umsögn vegna snyrtistofu að Koltröð 13.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Óskari Benediktssyni um skráningu nýrra fasteigna úr landi Beinárgerðis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugsemd við erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni varðandi efnistöku í Ásklifsnámu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni varðandi efnistöku í Axarárneseyranámu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.