Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77

Málsnúmer 1709010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 263. fundur - 18.10.2017

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 6.2 og 6.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar ON (Orka náttúrunnar ohf.), sækir um byggingarleyfi fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla á lóð N1 á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 13. september sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til úrlausnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur fjallað um umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Kirkjubæjar. Mál var áður á dagskrá þann 13. september sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar:
    Erindi Ríkiseigna um stofnun lóða á jörðunum Kirkjubæ og Unaósi, er hafnað. Fyrirliggjandi gögn bera ekki með sér að landskipti hafi fengið málsmeðferð samkvæmt 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004, sbr. 12. gr. laganna um landskipti. Þá virðast gögnin ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til gerninga um landskipti. Þá lýsir nefndin nokkurri furðu yfir efni tillagna um skiptingu bújarðanna, sem m.a. fela í sér að húsakostur, þar með talið öll útihús bújarðanna, eru skilin frá landi þeirra. Með því er stofnað til óvissu um nýtingu eignanna sem bújarða til framtíðar. Bent er á þá skilgreiningu jarðalaga að lögbýlisréttur merkir í lögunum sérhverja jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og var skráð í jarðaskrá ráðuneytisins 1. desember 2003. Jafnframt er vísað til þess að VII. kafli jarðalaga og ábúðarlög nr. 80/2004, fjalla með almennum hætti um ráðstöfun ríkisjarða til ábúðar og réttindi og skyldur ábúenda og eigenda jarða. Það er óeðlilegt að íslenska ríkið gangi fyrir með skiptingu og ráðstöfun jarða, sem virðast hafa það að markmiði að fara í kringum almennar reglur laga. Um stöðu jarðanna Unaóss og Kirkjubæjar er vísað til fyrri bókana Fljótsdalshéraðs, þar sem hvatt hefur verið til þess að Ríkiseignir stuðli að áframhaldandi ábúð á jörðunum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 13. september sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar
    erindinu. Vísað er frekar til bókunar máls nr. 201708094 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Kirkjubæ.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .6 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Fyrir liggur samantekt á tilboðum í rekstur rafhleðslustöðva. Málið var áður á dagskrá 13. september sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að visa málinu til nánari skoðunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá/Breiðavað 3

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn barst frá Guðlaugi Pálssyni f.h. N1. um lóð að Iðjuseli 3.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til umsækjanda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá samning um úthlutun lóðarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Landsneti, Árna Jóni Elíssyni þar sem óskað er eftir að setja upp veðurmælistöð í Þórudal.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi með fyrirvara um samþykki landeiganda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Birni Hallgrímssyni um að breyta aðstöðuhúsi í íbúð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.