Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 393
Málsnúmer 1708003F
.1
201701003
Fjármál 2017
Bókun fundar
í bæjarráði var rætt um kaup á námsgögnum fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun skólanna 2107 var gert ráð fyrir kaupum á námsgögnum fyrir nemendum í 1. - 4 bekk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir að veita öllum nemendum grunnskóla Fljótsdalshéraðs nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Bæjarstjórn felur fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, að útfæra kaup á umræddum námsgögnum. Fræðslustjóra og fjármálastjóra er jafnframt falið að leggja fram endanlegt mat á kostnaði við framkvæmdina og áhrif hennar á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og næsta árs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var rætt um möguleg kaup á notuðum snjótroðara fyrir skíðasvæðið í Stafdal, en það hefur verið í skoðun undanfarna mánuði hjá skíðafélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótadalshérað komi að kaupum á umræddum troðara og veitir bæjarstjóra umboð til að ganga frá fjármögnun kaupanna og ræða við samstarfsaðila um útfærslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.