Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65

Málsnúmer 1703003F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 253. fundur - 15.03.2017

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.5 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7,5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Staða atvinnulóða í Fellabæ var lögð fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til umræðu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
    Jafnframt er óskað eftir því að fyrir næsta fund nefndarinnar verði lögð fram skýrsla um stöðu lóðamála á iðnaðar- og athafnasvæðum á Egilsstöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Lagt er fyrir að nýju erindi Ísorku, en á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar var óskað eftir frekari gögnum.
    Starfsmaður Ísorku Sigurður Ástgeirsson, tengist með fjarbúnaði á fundartíma til að kynna rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að rafhleðslustöðin sem gefin var af Orkusölunni verði sett upp við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og að verkið verði unnið í samvinnu við Ísorku samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
    Halldór Sigurðsson sækir um að stofna nýja landeign, Hjartarstaðir 1/lóð2 úr upprunalandinu Hjartarstaðir 1, sem er með landnúmerinu 158095.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, Umsókn um stofnun þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
    Fasteign sú sem hér óskast stofnuð er þjóðlenda samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005, dags. 29. maí 2007 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 299/2010, dags. 10. febrúar 2011.

    Heiti fasteignar: Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttarlandanna Rana og Undir Fellum (sá hluti sem tilheyrir Fljótsdalshéraði).
    Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Kennitala: 540269-6459.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagður er fram listi yfir þrjár lóðir sem lagt er til að verði innkallaðar.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldar lóðir, sem úthlutað var 2007 og 2008, verði innkallaðar:

    - Kaupvangur 8
    - Kaupvangur 10
    - Kaupvangur 12

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .10 201701054 Vinnuskóli 2017
    Bókun fundar Til umræðu er vinnutilhögun og launamál Vinnuskóla 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að laun nemenda vinnuskólans verði hækkuð um 2,5%. Vinnuskólinn er starfræktur fyrir nemendur í 7. til 10. bekk.
    Leitast verður við að veita öllum nemendum þá vinnu sem þeir óska eftir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.