Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 64

Málsnúmer 1702018F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 01.03.2017

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 5.3. og samþykkti forseti það. Sigrún Blöndal, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 5.9 og samþykkti forseti það. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.9 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.9.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 að lokinni auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Ábendingar/athugasemdir bárust á kynningartíma.

    Jafnframt er til umræðu og afgreiðslu athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1 sem vísað var til nefndarinnar af fundi bæjarráðs nr.373 þann 13. febrúar sl.
    Fyrir liggur umsögn Jón Jónssonar hrl. á skipulagsferil málsins.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið þær umsagnir / ábendingar og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

    Lögð eru fram viðbrögð við athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna athafnasvæðis við Egilsstaðaflugvöll þar sem rakin eru efnisatriði athugasemda sem fram komu á auglýsingartíma.

    Jafnframt er lögð fram umsögn Jóns Jónsson hrl. sem svar við athugasemdum eigenda og bænda á Egilsstöðum 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að ekki sé tilefni til breytinga á tillögunni eða málsmeðferðinni vegna fyrrgreindra athugasemda. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn skipulagsbreytinguna sbr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (G.J.).
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman lista yfir lóðir sem þarf að innkalla og leggja fyrir næsta fund nefndar.
    Lagður er fram listi yfir þær lóðir sem lagt er til að innkalla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldar lóðir verði innkallaðar.
    - Fjóluhvammur 3, 4 og 6.
    - Fífuhvammur 5.
    - Fénaðarklöpp 1 og 3.
    - Skjólvangur 4, 5 og 6.
    - Sólvangur 1 og 3.
    - Skógarsel 20.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .6 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Vísað til liðar 1 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
  • Bókun fundar Lögð er fram Umsókn um stofnun nýrrar landaeignar í fasteignaskrá.
    Guðmundur Ármannsson kt. 240355-5909 óskar eftir að stofnuð verði ný landareignir úr Stakkabergi, landnúmer 201328. Heiti nýrrar lóðar verði Grásteinn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd lóðarhafa að Lagarfelli 3.
    Óskað er eftir samþykkt byggingaráforma / breytinga á norðanverðu húsinu, 16 fermetra viðbygging að brúttó grunnfleti og 41m3 að rúmmáli. Viðbyggingin norðan við er 3,2m x 5m að stærð og er 6,02 frá norðvestur horni núverandi húss.
    Meðfylgjandi eru uppdrættir hönnuðar sem sýna bæði samþykkta viðbyggingu til suðurs og viðbygginguna til norðurs sem erindið fjallar um.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (S.Bl.)