Atvinnu- og menningarnefnd - 48

Málsnúmer 1702012F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 01.03.2017

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.2 og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 8. febrúar 2017, frá Nemendafélagið Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna uppsetningar á leikritinu Ronja Ræningjadóttir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur frá Austurbrú tilboð og verkáætlun vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að starfsmanni nefndarinnar verði falið að leita samninga við Austurbrú um gerð innviðagreiningar á grundvelli meðfylgjandi gagna, í samvinnu við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Endanlegur samningur verði lagður fyrir nefndina og stjórn HEF.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu hjá nefndinni.