Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 373
Málsnúmer 1702007F
.1
201701003
Fjármál 2017
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki fund um fjármál sveitarfélaganna sem haldinn verður í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar nk.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðaukann, sem felur í sér eftirtalda breytingu:
0010 Útgjaldajöfnunarframlag 2017, hækkun tekna um 12 milljónir.
3128 Gervigrasvellir við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla, viðhald á yfirborði. Hækkun rekstrargjalda í Eignasjóði um 12 milljónir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Lögð fram erindi sem leikskólabörn frá Tjarnarskógi afhentu bæjarstjóra í heimsókn þeirra á bæjarskrifstofurnar nýlega.
Má þar til dæmis nefna að mála þarf gangbrautir betur, víða mætti bæta við leiktækjum, setja mætti bát í sundlaugina, fái dýr á leikskólann, fleiri hús fyrir fólk frá öðrum löndum til að flytja í og fleiri gönguljós og gangbrautir.
Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við umhverfis- og framkvæmdanefnd og fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagðar fram starfsreglur fyrir Svæðisskipulagsnefnd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs, samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi starfsreglur og felur bæjarstjóra að undirrita þær og koma undirrituðum gögnum til verkefnastjóra svæðisskipulags Austurlands.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð fram drög að nýjum samningi við Fjölís, vegna afritunar á höfundarvörðu efni. Samband ísl. sveitarfélaga hefur unnið að undirbúningi þessara samningsdraga og mæla með því að sveitarfélög geri slíkan samning við þetta félag höfundarréttarhafa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ganga frá samningi við Fjölís og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Bókun bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Vísað til liðar 3.2 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagðar fram athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að svara erindinu og skila inn athugasemdum fyrir tilskilinn frest.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að taka saman umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GSK)
Fundargerðin lögð fram.