Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 371

Málsnúmer 1701017F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 01.02.2017

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2 og 4.4. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 4.2 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 4.2 og 4.4. Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 4.2. og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Til kynningar.
  • Bókun fundar Lögð fram drög að verklagsreglum vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins, sem starfshópur
    sem skipaður var af bæjarstjórn nýlega, hefur unnið að.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagðar verklagsreglur og óskar eftir að þær verði birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ÞMÞ)
  • Bókun fundar Fundargerð stjórnar frá 27. janúar 2017 lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var lögð fram umsókn til Fjarskiptasjóðs vegna framkvæmda í sveitarfélaginu við ljósleiðaralögn 2017.
    Jafnframt voru lagðar fram upplýsingar um að Fljótsdalshéraðs hefði fengið úthlutað 9,5 milljónum af aukaframlagi ríkisins til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að bætt var við fjármagni í þetta verkefni, þar sem tekið er tillit til byggðasjónarmiða og telur mikilvægt að í framhaldinu verði öllu fjármagni til verkefnisins úthlutað í samræmi við þá mælikvarða sem lágu til grundvallar þessari úthlutun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs á erindunum staðfest.