Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62

Málsnúmer 1701014F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 01.02.2017

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 6.3 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
  • .2 201701056 Reglur eignasjóðs
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að unnið verði að endurskoðun samþykktar um eignasjóð.
    Ágústa Björnsdóttir, Árni Kristinsson, Kjartan Róbertsson, Guðlaugur Sæbjörnsson og Vífill Björnsson leggi fyrir drög að breyttri samþykkt að vinnu lokinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir til umræðu erindið: Framkvæmdir á deiliskipulögðu svæði á landi í einkaeign.
    Til umræðu er afstaða Umhverfis- og framkvæmdanefndar á framkvæmd á 39.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Fyrirspurn snýr að mögulegum framkvæmdum á deiliskipulögðu svæði sunnan við Egilsstaðaflugvöll, sem ætlað er fyrir verslun og þrifalega þjónustustarfsemi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við landeiganda á grundvelli 39.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt með 8 atkvæðum, en einn var fjarverandi (G.J.)
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindið Tillaga að aðgerðaráætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í endurnýjun á sparkvöllum við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla á komandi sumri.
    Þar sem til aukafjárveitingar mun þurfa að koma vegna þessa felur bæjarstjórn bæjarráði að gera tillögu að fjármögnun verksins.
    Leitað verði leiða til að vinna verkin í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tilaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Esther Kjartansdóttur og Pál Sigvaldason í starfshóp vegna vinnu við 70 ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipa Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í starfshóp sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreitt undir lið 5.2.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Minjastofnunar, Skráning menningarminja, fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum.
    Minjastofnun kallar eftir skilaskyldum gögnum vegna skráningar menningarminja. Með skilaskyldum gögnum er átt við gögn sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1.janúar 2013.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að taka saman umbeðin gögn, ef einhver eru, og koma þeim til Minjastofnunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi lóðarhafa Selás 23, tillögu að breytingum á Selás 23.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi nr. 56 að senda erindið í grenndarkynning skv.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til kl.15:00, mánudagsins 9. janúar 2017.

    Athugasemdir bárust.

    Á fundi nr. 61 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir og leggja hana fyrir næsta fund nefndarinnar.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið innsendar athugasemdir ásamt umsögn Skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Jafnframt er bent á 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem segir:
    Hafi byggingar- eða framkvæmdaleyfi á grundvelli grenndarkynningar ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindið Umsókn um byggingarleyfi / breytingar á orlofshúsi nr. 13 á Einarsstöðum, fastanr. 217-4992 / landnr. 157468.
    Um er að ræða breytingar og stækkun á orlofshúsi, mannvirkið stækkar úr 45,9 m2 í 66,3 m2.

    Ekki er að finna gildandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Einarsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir það mat nefndarinnar, að breytingarnar séu óverulegar og varði ekki hagsmuni nágranna. Bæjarstjórn felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.