Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 244
Málsnúmer 1701012F
-
Bókun fundar
Tónlistarskólastjórar fara þess á leit við fræðslunefnd að breytingar á gjaldskrám tónlistarskóla verði í upphafi skólaárs en taki ekki gildi um áramót vegna þess hvernig kynningu og innheimtu skólagjalda er háttað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu á þessari framkvæmd til samræmis við ósk skólastjórnenda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum fer fram á heimild til að breyta samþykktu skóladagatali skólaársins 2016-2017 þannig að í stað 26. maí verði laugardagurinn 18. mars skóladagur. Ástæðan er að Nótan fyrir Norður- og Austurland verður haldin hér 18. mars.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn þessa breytingu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar þeirri vinnu við stefnumótun Tónlistarskólans á Egilsstöðum sem birtist í framsettri stefnu skólans.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt framlagaða stefnu skólans.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi,kynnti málið, sem varðar þörf fyrir viðbót sem nemur 75% stöðugildi til að sinna aukinni þörf fyrir sérstakan stuðning við einstaka nemendur. Viðbótarkostnaður sem af þessu hlýst er rúmar 3,7 milljónir á árinu 2017.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að skólastjóri bregðist við þessari auknu þörf en fer fram á að skoðað verði þegar lengra líður á árið hvort nauðsynlegt verður að leita eftir viðbót við samþykkta fjárhagsáætlun vegna þess.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fæðingaárgangar í sveitarfélaginu eru mjög misfjölmennir. Sá árgangur sem lýkur leikskólagöngu í sumar er fremur fámennur og því getur reynst erfitt að óbreyttu að tryggja þeim börnum sem sótt er um fyrir og hafa náð eins árs aldri 1. september nk. leikskólavist í haust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur mikilvægt að fræðslunefnd vinni hratt að lausn málsins og skili tillögum þar að lútandi til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla kynnti fræðslunefnd fyrirliggjandi skjalavistunaráætlun Egilsstaðaskóla, sem hefur hlotið umræðu meðal grunnskólastjóra á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar þeirri vinnu sem hefur farið fram og hvetur til að allir skólarnir nýti sér fyrirliggjandi áætlun og að unnið verði eftir hliðstæðri áætlun sem hver skóli aðlagar að sínum aðstæðum frá og með árinu 2017.
Gert er ráð fyrir að skólastjórnendur Fellaskóla og Brúarásskóla kynni sínar áætlanir fyrir fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu hjá fræðslustjóra.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.